top of page

Kæri kennari.

 

Hér á vefnum má finna ýmis verkefni þar sem sameiginlegi þátturinn er kennsluaðferðir leiklistar.

 

Verkefnin tengjast þjóðsögum og ævintýrum fyrir börn og eru ætluð í íslenskukennslu en þrátt fyrir það er auðvelt að samþætta þau t.d. samfélagsfræði og list- og verkgreinum.

 

Þessi verkefni eru hugsuð sem viðbót við það kennsluefni sem fyrir er og eru til þess fallin að gefa kennurum tækifæri til að prófa sig áfram með kennsluaðferðir leiklistar í íslenskukennslu sem og kennslu í öðrum námsgreinum.

 

Engar áhyggjur, engrar leiklistarreynslu er krafist af kennara eða nemendum heldur aðeins vilja til að taka þátt og prófa eitthvað nýtt og spennandi.

 

Smelltu á það verkefni hér fyrir ofan undir hnappnum kennsluefni sem þú vilt prenta út og athugaðu að þar er að finna sérhnapp sem heitir útprentanleg vinnublöð. Hægt er að nota þau ein og sér sem t.d. vinnubók í vinnu með þjóðsögur og ævintýri eða tengja þau kennsluferlinu eins og fram kemur í kennslulýsingum.

 

Athugið að vefurinn er í sífelldri uppfærslu þar sem ný og skemmtileg verkefni bætast inn.

 

 

Vissir þú að:

 

 

leiklist er kennslutæki sem stuðlar að sjálfstæði nemenda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

með leiklist er markvisst unnið að því að efla ábyrgðarkennd, frumkvæði og umburðarlyndi nemenda.

 

 

 

 

 

 

leiklist er þverfagleg grein sem getur aukið fjölbreytni í kennsluaðferðum og aðferðir leiklistar gagnast við að styrkja sjálfsmynd nemenda.

 

það að læra í gegnum leiklist reynir á allan fjölda þeirra greinda sem maðurinn býr yfir og tekur til ólíkra þátta skynjunar, sjón, heyrn, hreyfi-, snerti- og tilfinningaskynjunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

© 2023 by Art School. Proudly created with Wix.com

  • c-facebook
bottom of page