top of page

Ég heiti Linda Agnarsdóttir og er íslenskukennari á yngsta stigi í

Kirkjubæjarskóla á Síðu.

 

Þessi vefur er hluti af M.Ed. lokaverkefni mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2016.

Lokaverkefnið má nálgast á www.skemman.is undir heitinu Lifandi sögur - þjóðsögur og leiklist í íslenskukennslu grunnskóla.

 

Hér á vefnum geta grunnskólakennarar nálgast heildstæð verkefni fyrir nemendur yngsta stigs sem nýta að stærstum hluta kennsluaðferðir leiklistar í bland við aðrar kennsluaðferðir. Þessi verkefni innihalda bæði verklegar leiklistaræfingar og skrifleg ritunarverkefni sem fylgja þremur sögum; Búkollu, Gilitrutt og Ástarsögu úr fjöllunum. 

 

Verkefnin er hægt að prenta út í heild sinni hér að ofan undir hnappnum kennsluefni. Hluti af útprentanlegu vinnublöðunum fylgir 

kennsluverkefnunum þremur sem ritunarhluti þeirra en einnig er hægt að prenta vinnublöðin út ein og sér og nota sem vinnubók í vinnu með þjóðsögur og ævintýri að eigin vali kennara.

 

Þrátt fyrir að þessi vefur sé hluti lokaverkefnis mun ég halda honum áfram við og setja inn á hann ný verkefni sem nýta kennsluaðferðir leiklistar í íslensku sem og öðrum greinum og því ætti hann að nýtast þeim grunnskólakennurum sem eru að leita eftir nýjum og spennandi verkefnum.

 

Vinsamlegast athugið að allar myndir á vefnum eru teknar af mér sjálfri af umsjónarnemendum mínum og eru birtar með leyfi foreldra.

© 2023 by Art School. Proudly created with Wix.com

  • c-facebook
bottom of page